top of page

JAZZ HAPPY HOUR - DÓH tríó

fös., 03. sep.

|

Laugavegur 120

Njóttu lifandi jazz tónlistar og Happy Hour á Jörgensen á Reykjavik Jazz festival.

Registration is Closed
See other events
JAZZ HAPPY HOUR - DÓH tríó
JAZZ HAPPY HOUR - DÓH tríó

Hvenær og hvar?

03. sep. 2021, GMT – 18:00

Laugavegur 120, 105 Reykjavík

Um viðburðinn

Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á gleðistund (happy hour) á Jörgensen.

Bóka borð hér!

Hljómsveitin DÓH tríó var stofnuð á vormánuðum ársins 2013 af þeim Daníel, Óskari og Helga. Þeir höfðu allir leikið saman áður í ýmsum verkefnum en komu þarna í fyrsta sinn sem ein heild. Fyrstu tónleikar þeirra voru á Jazzhátíð Reykjavíkur 2013. Fyrsta plata þeirra, samnefnd sveitinni, kom út árið 2018 og fagnaði DÓH tríó útgáfu plötunnar á Jazzhátíð það sama ár. Platan var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum í jazzflokki ári síðar og hljómsveitin tilnefnd sem hljómsveit/hópur í sama flokki.

Tónlist DÓH tríó er margskipt og mætti flokka á ýmsa vegu. Í grunninn er músík sveitarinnar óreiðukennd samsuða þeirra jazzhefða sem þeir tileinkuðu sér í Tónlistarskóla FÍH við ólíkar greinar popp- og rokktónlistar.

Önnur plata sveitarinnar kemur út síðar á þessu ári og ætlar DÓH tríó að gefa áheyrendum forsmekk af henni á hátíðinni í ár.

Helgi R. Heiðarsson – saxófónn Daníel Helgason – gítar, bassi Óskar Kjartansson – trommur

Deila

bottom of page