EXTREME CHILL / OFF VENUE
lau., 07. sep.
|Reykjavík
Á þessum off venue viðburði munu 4 listamenn koma fram og skapa rafmagnaða stemningu, þessu viltu ekki missa af!
Hvenær og hvar?
07. sep. 2024, 14:00 – 18:30
Reykjavík, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Á þessum off venue viðburði munu 4 listamenn koma fram og skapa rafmagnaða stemningu, þessu viltu ekki missa af!
Plasmabell 14-14:30
Fyrsti flytjandi dagsins er Plasmabell (Bára Kristín). Plasmabell er íslensk listakona sem býr á Norðurlandi. Hún hefur skapað raftónlist síðan 2003. Tónlistin er kaótísk; hún þróast lífrænt og breytist því í hvert sinn sem hún er flutt.
Kira Kira 14:45 - 15:30
Annar flytjandi verður Kira Kira, sem er sviðsnafn íslensku tónlistar- og kvikmyndagerðarkonunnar Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur. Hún blandar saman ævintýralegri tónlist og skapandi kvikmyndagerð. Hún er þekkt fyrir að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og „Dream Corp LLC“ á Adult Swim og hefur gefið út fimm sólóplötur ásamt því að hafa haldið tónleika víða um heim.
Álfbeat 15:45-17:00
Álfbeat er kennari í heimspeki á daginn og fjölhæfur DJ á kvöldin þar sem hún blandar saman fjölbreytilegum tónlistarstílum. Frá uppruna sínum með Extreme Chill fjölskyldunni til ástar á ambient og tilraunakenndri tónlist, nær tónlistarskrá Álfbeat einnig yfir post-punk, indie, jazz, hip hop, house, teknó og meira til. Með yfir 30 ára reynslu sem tónleikagestur og dansáhugamaður steig hún inn í DJ heiminn og hefur komið fram í börum, klúbbum, hátíðum og útvarpsþáttum með settum sínum.
Mixmaster Morris 17-18:30
Mixmaster Morris er goðsögn í tónlistarsenunni, þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt í afslappaðri og tilraunakenndri raftónlist. Hann hóf feril sinn á miðjum níunda áratugnum, stofnaði The Irresistible Force og skapaði fyrsta teknóviðburðinn í London, The Madhouse. Hann hefur túrað víða og DJ-að á þekktum viðburðum eins og Berlin Love Parade, Glastonbury Festival og rave-viðburðum um allan heim. Með útgáfur hjá plötufyrirtækjum eins og Ninja Tune og samstarf við listamenn eins og Pete Namlook, hefur Morris haft áframhaldandi áhrif á mótun raftónlistarsenunnar.
Það er frítt inn og allir velkomnir!