DRAG BRÖNS MEÐ HOUSE OF HEART
lau., 23. mar.
|Reykjavík
House of Heart, hæfileikaríka og skínandi dragfjölskyldan, mun halda Drag bröns frá kl. 12:00 til 14:00. Húsið opnar kl. 11:30. Aðgangseyrir er 8.500 kr. Innifalið er bröns að eigin vali, glas af mímósu, happadrættismiði ásamt glitrandi skemmtun sem House of Heart sér um.
Hvenær og hvar?
23. mar. 2024, 11:30 – 14:00
Reykjavík, Laugavegur 120, 101 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
House of Heart, hæfileikaríka og skínandi dragfjölskyldan, býður upp á Drag bröns frá kl. 12:00 til 14:00. Húsið opnar kl. 11:30. Í Drag brönsinum er:
1 Bröns diskur að eigin vali af bröns seðli Jörgensen. Sjá seðilinn hér.
1 Mímósa
1 Happdrættismiði
1 Mögnuð skemmtun í boði House of Heart.
Verð: 8.500 kr.
Til að bóka Drag Brönsinn ýtið hér.
Af hverjum seldum miða renna 1.000 kr. beint til Samtakanna '78 sem stuðningur. Hægt er að kaupa auka happdrættismiða á staðnum.
House of Heart samanstandur af fjórum litríkum, glitrandi og skapandi einstaklingum sem kunna að sprauta gleði og glys inn í hversdagsleikann.
Lola Von Heart, er sannur brautryðjandi, Lola var ein af fyrstu AFAB drottningum dragsenu Reykjavíkur. Þekkt fyrir klikkaðar dansrútínur, sterk tilfinningarík skilaboð og fyndnustu/heimskulegustu brandara sem þú hefur heyrt.Hún er móðir hópsins, og ber ábyrgð á vitleysunni sem hann hefur orðið!
Þú getur ávallt treyst á tvo valkosti þegar, Chardonnay Bublée, mætir í partýið: töfrandi söngva og/eða einstaklega heimska brandara. Þessi drottning elskar excel og að strippa - svo þú mátt alltaf búast við vel skipulögðu burlesque atriði!
Í Drag kónginum, Milo de Mix, býr mögnuð pabba orka, líklegast sú stærsta sem íslenska drag senan hefur nokkurtíman séð. Þessi heilnæmi hjartaknúsari getur gengið í augu allra kvenna og karla - hann gengur í báðar áttir! Og auðvitað giskaðir þú rétt á það að kann kann öll hin bestu pappa dansspor.
Síðust en ekki síst, Úlla la Delish, er sú yngsta í fjölskyldunni en frá byrjun hefur Úlla séð hennar stórstjörnuleika og smellpassar í fjölskylduna með sínum kjána húmor, partý skutlu persónuleika og lengstu lappir sem íslenska dragsenan hefur uppá að bjóða.
Þessi magnaða drag fjölskylda mun sjá um að þið farið skælbrosandi og peppuð fyrir laugardaginn og aldrei að vita nema þið farið heim með vinning eða tvo í boði Center Hotels með happdrættismiðanum sem fylgir drag bröns pakkanum.