top of page

lau., 11. maí

|

Reykjavík

Soffía & Pétur Ben

Soffía og Pétur Ben verða með sérstaka tónleika á SKÝ þann 11 maí, kl 20:00. Hlökkum til að sjá ykkur á þennan einstakan viðburð

Soffía & Pétur Ben
Soffía & Pétur Ben

Time & Location

11. maí 2024, 20:00 – 12. maí 2024, 00:00

Reykjavík, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík, Ísland

About the event

Athugið, þessi viðburður er í takmörkuðu upplagi og panta þarf pláss fyrirfram, aðgangseyri er á 4.900 kr. á mann og hægt er að bóka með því að ýta hér eða í gegnum síðu SKÝ á dineout.is

Soffía og Pétur Ben hafa unnið saman frá árinu 2015. Pétur var gítarleikari á fyrstu plötu Soffíu, sem ber heitið 'Soffía Björg' og var einnig ft. artist á hennar annarri plötu, 'The Company You Keep'.

Þessa stundina er lagasmíðateymið að vinna að þriðju breiðskífu Soffíu þar sem Pétur er pródúser plötunna ásamt því að semja nokkur laganna með Soffíu.

Þau munu flytja saman efni af komandi plötu í bland við tónlist þeirra beggja.

Soffía er Borgfirsk tónlistarkona, laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngkona og er með BA gráðu í klassískum tónsmíðum úr Listaháskóla Íslands. Hún hefur samið tónlist fyrir leikhús og tekið þátt í allskonar verkefnum auk þess að gefa út og flytja eigin lög. Auk Péturs hefur Soffía hefur verið í samstarfi við fjölbreyttan hóp textahöfunda og tónlistarfólks og þar á meðal má nefna Fríðu Dís, Krumma Björgvins, Siggu Kling og Hallmar Sigurðsson.

Pétur Ben er laga- og textahöfundur, gítarleikari, pródúser og kvikmyndatónskáld.

Hann hefur gefið út 3 breiðskífur; Wine for My Weakness (2008) Numbers Game (2011) og Gods Lonely Man (2012). Þessa stundina er hann kominn langt á veg með sína fjórðu breiðskífu. Undanfarin ár hefur hann verið að semja fyrir hin ýmsu kvikmyndaverkefni og hefur m.a. fengið Edduverðlaun fyrir Málmhaus (2013) og Fangar (2017)

Pétur hefur á sínum ferli unnið með fjölbreyttum hópi listafólks og má þar nefna

Shahzad Ismaily, Nick Cave, Mugison, Oyama, Valdimar, Sóley, Amiina, Lay Low og Emiliana Torrini.

Share this event

bottom of page