JAZZ BRÖNS - Tendra
sun., 29. ágú.
|Jörgensen Kitchen & Bar
Íslenska djassbandið Tentra mun skemmta bröns gestum frá 12:00.
Hvenær og hvar?
29. ágú. 2021, 12:00
Jörgensen Kitchen & Bar, Laugavegur 120, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á jazz „bröns“ á Jörgensen Kitchen & Bar.
Tónlist hljómsveitarinnar Tendru er ylhýr og mjúkur söngvaskáldajazz, bragðbættur með mildum dægurlagakryddum og er mestmegis á okkar myndræna og söguríka tungumáli, íslensku.
Bandið gaf út sína fyrstu plötu í nóvember 2020, einnig nefnd Tendra, en platan sú kom út hjá Smekkleysu og hlaut frábærar undirtektir.
Tendra fæddist í upphafi árs 2020. Hljómsveitina skipa gítarleikarinn og lagasmiðurinn Mikael Máni Ásmundsson og söngkonan, laga- og textasmiðurinn Marína Ósk Þórólfsdóttir, en með þeim á tónleikunum verða einnig bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi, hljómborðsleikarinn og söngvarinn Steingrímur Teague og trommarinn Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir.
Á tónleikunum mun Tendra leika lög af fyrstu plötunni sinni, auk þess að spila nokkur ný lög og útsetningar.