top of page

mán., 25. mar.

|

Reykjavík

Barokk með Consortico

Consortico kemur fram á barnum Ský á Center Hotels Arnarhvoli mánudaginn 25. mars kl. 18:00 og hópurinn flytur nokkur verk af efnisskránni Dolcissimi diletti sem flutt verður í heild sinni á Reykjavík Early Music Festival sem fram fer dagana 26.-28. mars í Hörpu.

Barokk með Consortico
Barokk með Consortico

Time & Location

25. mar. 2024, 18:00 – 19:00

Reykjavík, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík, Ísland

About the event

Efnisskráin veitir innsýn í hið fjölbreytta tónlistarlandslag Evrópu á 17. öld: frá ítölskum verkum í stile moderno að frönskum hirðsöngvum (airs de cour), að ógleymdum gustmiklum hljóðfærastykkjum stefnunnar stylus phantisticus. Efnisskráin skartar þekktum verkum eftir viðurkennda meistara eins og Claudio Monteverdi, Barböru Strozzi og Michel Lambert en einnig lítt þekktum perlum eins og hljóðfærasónötum fyrir fiðlu og víólu úr Rosthandritinu. Efnisskrána flytur Barokkhópurinn Consortico, en hann samanstendur af íslenskum og erlendum tónlistarmönnum sem hafa sérhæft sig í upprunaflutningi. Leikið er á upprunahljóðfæri.

Barokkhópurinn Consortico

María Konráðsdóttir, sópran, Mathias Spoerry, baritón, Sólveig Steinþórsdóttir, barokkfiðla, Natalia Duarte, barokkvíóla, Sigurður Halldórsson, barokkselló, Sergio Coto, theorba/lúta, Sólveig Thoroddsen, barokkharpa. https://reykjavikearly.is/

Share this event

bottom of page